Fréttir

18.11.2013

Útgáfa | Jólablað Ígló&Indí 2013



Árlegt jólablað íslenska barnafatafyrirtækisins Ígló&Indí var að koma út. Blaðið er hið glæsilegasta, hátt í 100 síður af viðtölum, greinum, jólagjafahugmyndum og föndri til að gera með börnunum. Blaðið kemur út á íslensku og ensku og er vefútgáfuna að finna á www.igloandindi.com.


Í blaðinu gefur að líta brot af því besta sem Ígló&Indí bjóða upp á – ásamt viðtölum við foreldra, viðskiptavini, samstarfsaðila og alla þá fjölmörgu sem koma að Ígló&Indí með einum eða öðrum hætti. Fyrirtækið hefur aukið úrvalið hjá sér jafnt og þétt og býður nú upp á fjöldann af merkjum sem gera Ígló&Indí-heiminn enn litríkari og skemmtilegri.
















Yfirlit



eldri fréttir