ARKITEKTÚR – tímarit um umhverfishönnun, 1. tölublað 2013 er komið út. Athyglinni er að þessu sinni beint að samkeppnismálum. Blaðinu er dreift til allra félagsmanna AÍ og FÍLA og er til sölu hjá Arkitektafélaginu og í verslunum Pennans.
Haraldur Helgason arkitekt veitir lesendum yfirsýn yfir sögu samkeppna í manngerðu umhverfi á Íslandi og Sigríður Magnúsdóttur, arkitekt og formaður samkeppnisnefdar AÍ, rekur störf nefndarinnar á síðustu misserum. Gréta Björnsson, meðlimur ritnefnar í Danmörku, tekur stöðuna á umræðunni um samkeppnismál þar í landi og Hermann Georg Gunnlaugsson, formaður FÍLA, reifar stöðu mála út frá sjónarhóli landslagsarkitekta.
Auk innsendra greina um málefnið bauð ritnefnd blaðsins hópi arktekta og landslagsarkitekta til samræðufundar á Kjarvalsstöðum. Spurt var hvort árangur i samkeppnum sé að skila sér sem betri byggingarlist og ennfremur hver upplifun arkitekta og landslagsarkitekta sé af þátttöku í samkeppnum. Fundurinn var tekinn upp á myndband og verður hægt að nálgast það á heimasíðum félaganna á næstunni.
Í grein sinni “Pílagrímsför arkitektanema” leiðir Björg Halldórsdóttir, meðlimur ritnefndar, okkur í gegnum upplifun sína af námi í arkitektúr og lýsir þeim væntingum sem ungir arkitektar hafa til framtíðarinnar en Björg útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands síðastliðið vor.
Bjarki Gunnar Halldórsson, fráfarandi ritstjóri Arkitektúrs, skrifar frá London, en hann veltir fyrir sér hvort hægt sé að læra af því sem á undan er gengið án þess að hætta að hugsa stórt.
Útgefandi tímaritsins er Arkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta, Ritstjórar eru Sigríður Maack FAÍ og Kristín Þorleifsdóttir FÍLA. Í ritnefnd eru Bjarki Gunnar Halldórsson FAÍ, Björg Halldórsdóttir BA í arkitektúr, Eyrún Valþórsdóttir FAÍ, Gréta Björnsson BA í arkitektúr og Lilja Filippusdóttir FÍLA. Anders Möller Nielsen FAÍ/MAA sá um umbrot blaðsins.
Blaðið er prentað í prentsmiðjunni Odda og kostar aðeins 1250 kr í lausasölu en allir félagar í AÍ fá það sent heim á næstu dögum.
Ritnefnd óskar þess að félagsmenn og aðrir njóti lesturs blaðsins. Enn sem komið er blaðið einungis fáanlegt í vefverslun AÍ en verður fáanlegt í betri bókabúðum innan skamms.