Katrín María Káradóttir fatahönnuður hlaut Indriðaverðlaunin 2013. Fatahönnunarfélag Íslands veitti Indriðaverðlaunin í annað sinn á uppskeruhátíð félagsins sem haldin var 9. nóvember. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrir gæði og fagmennsku.
Í ár hlýtur sá fatahönnuður Indriðaverðlaunin sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012. Við val á hönnuði er litið til gæða hönnunarinnar allt frá hugmyndafræði til frágangs. Þegar kemur að góðri fatahönnun þarf ákveðið jafnvægi að ríkja milli sköpunargleðinnar og hins verklega. Hönnunarvinnan sem fer í hverja fatalínu er mikil og ferlið margslungið. Fjölmörg atriði koma við sögu í hönnunarferlinu, bæði stór og smá, en öll eru þau mikilvæg til að skapa vel heppnaða heildarmynd.
Með verðlaununum vill Fatahönnunarfélag Íslands veita hönnuðum viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta.
Í dómnefnd sátu Halla Helgdóttir , Eyjólfur Pálsson , Erna Bergman , Steinunn Sigurðardóttir og Linda Björg Árnadóttir.
Í ár hlýtur sá fatahönnuður Indriðaverðlaunin sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012. Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að veita ætti Katrínu Maríu
Káradóttur verðlaunin árið 2013 fyir störf sín í faginu bæði hérlendi og
erlendis, bæði fyrir hönnun og kennslu við fatahönnunardeild LHÍ.
Katrín María Káradóttir, menntaður klæðskeri og fatahönnuður, hefur í starfi sínu lagt mikla áherslu á vandaða sníðagerð, gæði, efni og frágang.
Hún hefur starfað sem hönnuður fyrir erlend fyrirtæki s.s John Galliano, Lutz, Thomas Engelhart, Bali Barette og Martine Sitbon. Einnig hefur hún starfað fyrir íslensku fyrirtækin Andrea Mack og Ella en hún hefur verið yfirhönnuður Ella frá upphafi. Hún hefur starfað sem kennari við Listaháskóla Íslands í allmörg ár og er núna deildarstjóri fatahönnunardeildarinnar
Hún hefur skilið eftir fingrafar klæðskerans á allri sinni vinnu sem einkennist af metnaði og fagmennsku.
Verðlaunagripurinn er styrktur af Epal og smíðaður af Helgu í Gullkúnst.
Mynd af ofan er af Katrínu Maríu Káradóttuy verðlaunahafa Indriðaverðlaunanna 2013 og Steinunni Sigurðardóttur verðlaunahafa 2011.
Myndir af neðan eru af verkum Katrínar Maríu Káradóttur.