Árlegur jólamarkaður PopUp Verzlunar verður haldinn í Hörpu um helgina.
PopUp í samstarfi við EPAL verða með opið tvær helgar í aðventunni,
helgarnar 30. nóv. - 1. des. og 14. - 15. des. Opnunartíminn er kl.
12-18 báða dagana.
PopUp er farandsverzlun stofnuð sem vettvangur fyrir hönnuði til að selja og kynna sínar vörur. Verzlunin leggur ríka áheyrslu á að sýna það besta frá öllum sviðum hönnunar. Sameiginlegur avinningur af velgengni hönnuða er drifkraftur PopUp. PopUp Verzlunin býr sér til nýtt heimili á nýjum stað í markaðsformi hvert sinn sem hún opnar dyr sínar með nýrri samsetningu hönnuða og vörumerkja. Verzlunin er því aldrei með sama sniði og mótar sig að hverjum stað, hverju sinni.