Nýtt vestnorrænt menningarhús í Óðinsveum (Nordatlantisk hus i Odense) verður vígt við hátíðlega athöfn þann 9. nóvember kl. 10:30. Húsið er menningarhús fyrir Ísland, Færeyjar og Grænland. Þar verður veitingastaður, verslun, bókasafn, sýningarrými, ráðstefnusalir auk 25 stúdentaíbúða sérstaklega fyrir háskólanema frá löndunum þremur.
Tilurð hússins er sprottin úr lokaðri samkeppni sem Cornelius+Vöge sigraði í samvinnu við Isager Arkitekter, verktakana Hans Jørgensen og søn, verkfræðistofuna Grontmij og landslagsarkitektana MASU planning. Cornelius+Vöge eru aðalhönnuðir hússins og er fyrirtækið í eigu hjónanna Dan Cornelius og Nanna Vöge, en þau skrifa eftirfarandi um verkið á heimasíðu sinni:
„The focal point of the competition has been to make House of the North Atlantic a strong architectural statement that expresses the culture and identity of the 3 Nordic countries. The building is made as a small assembly of separate houses of different shapes and heights. The houses are on pillars standing on an organic landscape plateau of sitting areas, stairs, shelves and terraces. The ground floor is open and transparent making all the public facilities visible from the harbour side. The houses have a clear reference to the black wooden buildings of the Nordic countries and the landscape plateau is related to the dramatic landscapes of the North Atlantic islands. The materials are telling the same story as the architecture; Black metal, concrete with stones from Greenland and driftwood from Iceland.“
REKAVIÐUR ÚR ÓFEIGSFIRÐI
Eins og fram kemur í textanum eru efri hæðir hússins klæddar með veðruðum zink plötum en jarðhæðin er klædd með rekavið sérsaklega fengnum úr Ófeigsfirði á ströndum, frá feðgunum Pétri Guðmundssyni og Guðmundi Péturssyni. Þeir söfnuðu viðnum sl. sumar sem svo var svo verkaður og fluttur til Óðinsvéa í september.
STIGAHANDRIÐ, ÍSLENSK HÖNNUN ÚR HLÝRAROÐI
Í aðalstigahúsi byggingarinnar er einstakt handrið hannað af Arndísi Jóhanssdóttur hönnuði og söðlasmið. Handriðið er rúmir 30 metrar í alt, viðar-sívalningur klæddur með íslensku roði af hlýra, og er líklega eitt sinnar tegundar. Arndís hefur unnið með fiskroð í áratugi en er þetta í fyrsta sinn sem hún vinnur handrið úr roði.
Íslenskur arkitekt, Birta Fróðadóttir var ég ráðin til að vinna samkeppnistillögu fyrir menningarhúsið með
Dan Cornelius í nóvember 2011. Birta vann með stofunni við áframhaldandi hönnun hússins eftir að þeir samkeppnina og sinnti einnig hlutverki tengiliðs við Ísland fram á sumar 2012.
Verkefnið er að mestum hluta kostað af MAERSK fyritækinu, auk sveitarfélagi Óðinsvéa. Vestnorrænu löndin lögðu einnig til fjármagn til verkefnisins. Húsið er hluti í uppbyggingu fyrrum hafnarsvæðis Óðinsvéa sem liggur fyrir endan á skipaskurði sem notaður var til vöruflutninga áður fyrr. Menningarhúsið kemur til með að verða mikilvægt kennileyti fyrir svæðið, og einnig afar mikilvæg miðstöð Grændlendinga, Færeyinga og Íslendinga á Fjóni.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér:
Cornelius+Vöge:
http://corneliusvoge.dk/
Vefmyndavél í beinni af byggingu hússins:
http://www.isagerarkitekter.dk/index.php/component/k2/item/69-nah-webcam-live
Vefsíða hússins:
http://www.nordatlantiskhus.dk/
Mynd: stigahandriðið óuppsett en það er klætt íslensku hlýraroði.
Mynd: Tölvuteikning af menningarhúsinu.