Fréttir

8.11.2013

Sýning á auglýsingum Rafskinnu í Gallerí Fold



Sýning á auglýsingum Rafskinnu opnaði 1. nóvember og stendur til 17. nóvember í Gallerí Fold. Auk sýningarinnar í Gallerí Fold verða myndirnar til sýnis á hundrað strætóskýlum víðs vegar um bæinn. Frummyndir og eftirprentanir auglýsinganna eru til sölu í Gallerí Fold.

Rafskinna var sjálfvirk, rafknúin auglýsingabók sem fletti auglýsingum í Skemmuglugganum í Austurstræti á árunum 1933-1957. Rafskinna setti líflegan svip á miðbæinn og var landsmönnum til skemmtunar og fróðleiks í aldarfjórðung.

Gunnar Bachmann sá slíka bók í París þegar hann ferðaðist þangað árið 1932, kom hiem og lét smíða eins grið hjá bliksmiðju í Reykjavík. Tvisvar á ári, fyrir jól og páska var bókin sett upp við Hressingarskálann í miðbæ Reykjavíkur og þangað flykktist fólk og leit augum á dýrðina, eða á töfrabókina eins og hún var kölluð.

Teiknarar Rafskinnu vour þeir Tryggvi Magnússon sem teiknaði frá 1933-1943 og Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey sem tók við að Tryggva og sá um teikningarnar þar til Rafskinna var teikn niður árið 1957.

















Yfirlit



eldri fréttir