Grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlsson tók við hinum virtu Torsten och Wanja Söderbergs verðlaunum við hátiðlega athöfn í Gautaborg 4. nóvember. Verðlaunin eru 1 miljón sænskar krónur og eru veitt árlega framúrskarandi hönnuði frá Norðurlöndunum. Í gær opnaði sýning á verkum Hjalta í Röhsska Museum sem er sett upp af þessu tilefni.
Hjalti Karlsson - A Short Documentary 2013 from Torsten & Wanja Söderbergs pris on Vimeo.
Í umsögn dómnefndar segir:
„Breið nálgun Hjalta Karlssonar á leturgerð, grafískri hönnun og sjónrænum samskiptum byggir á húmanískum og listrænum grundvelli. Verk hans spanna allt frá smáhlutum til heildstæðrar, umfangsmikillar grafískrar upplýsingamiðlunar. Frá tímaritssíðum til hreyfimynda, frá hönnun sýninga með fræðslugildi yfir í staðbundnar listinnsetningar – sjónrænt tungumál Hjalta Karlssonar í samtíma er markað bæði af klassískri menntun og íslenskri sagnahefð.“
Hjalti er eigandi hönnunarstofunnar Karlsson & Wilker
í New York og hefur hann starfað þar frá árinu 2000. Þess má á geta að Hjalti Karlsson og Jan Wilker hönnuðu
einkenni HönnunarMars 2012.
Hjalti var jafnframt einn af fyrirlesurum á fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 2012. Hér að neðan má horfa á fyrirlesturinn hans Hjalta í heild sinni:
Hlutverk hönnuða: Hjalti Karlsson from Iceland Design Centre on Vimeo.
Nánari upplýsingar um Karlsson & Wilker má finna á síðunni karlssonwilker.com
Verðlaunahafar Torsten och Wanja Söderbergs pris
Íslensku hönnuðirnir sem áður hafa hlotið Söderbergs verðlaunin eru Steinnunn Sigurðardóttir fatahönnuður, árið 2008 og Sigurður Gústafsson arkitekt og húsgagnahönnuður, árið 2003.
Eftirtaldir hönnuðir hafa hlotið Torsten och Wanja Söderbergs pris-inn frá upphafi:
- 2013 Hjalti Karlsson grafískur hönnuður | Ísland
- 2012 Sigurd Bronge skartgripahönnuður og gullsmiður | Noregur
-
2011 Henrik Vibskov fatahönnuður | Danmörk
-
2010 Designgruppen Front (Sofia Lagerkvist, Charlotte von der Lancken och Anna Lindgren) | Svíþjóð
-
2009 Harri Koskinen hönnuður | Finnland
-
2008 Steinunn Sigurdadóttir fatahönnuður | Ísland
-
2007 Designgruppen Norway Says | Noregur
-
2006 Ole Jensen Keramikhönnuður | Danmörk
-
2005 Hönnuðir af concept bílnum Volvo YCC: Anna Rosén, Cynthia Charwick, Maria Uggla, Maria Widell Christiansen, Camilla Palmertz, Eva-Lisa Andersson, Elna Holmberg,
Lena Ekelund and Tatiana Butovitsch Temm | Svíþjóð
-
2004 Janna Syvänoja skartgripahönnuður | Finnland
-
2003 Sigurdur Gústafsson arkitekt og húsgagnahönnuður | Ísland
-
2002 Hans-Christer Ericson grafískur hönnuður | Svíþjóð
-
2001 Björn Dahlström iðnhönnuður | Svíþjóð
-
2000 Peter Opsvik hönnuður | Noregur
-
1999 Fimm greinahöfundar frá Norðurlöndunum sem hafa skrifað mikið um hönnun: Aðalsteinn Ingólfsson | Ísland, Kaj Kalin | Finland, John Vedel-Rieper | Danmörk, Jorunn Veiteberg | Noregur og Kerstin Wickman | Svíþjóð
-
1998 Louise Sass textílhönnuður | Danmörk
-
1997 Mats Theselius húsgagnahönnuður | Svíþjóð
-
1996 Brita Flander hönnuður | Finland
-
1995 Liv Blaavarp skartgripahönnuður | Noregur
-
1994 Jane Reumert keramikhönnuður | Danmörk
Nánari upplýsingar um Söderbergs verðlaunin má finna
hér.