Fréttir

4.11.2013

Bóas vekur verðskuldaða athygli í Rússlandi



Á dögunum fékk fatahönnuðurinn Bóas umfjöllun í GQ STYLE RUSSIA þar sem verið er fjalla um nýjir og áhugaverða hönnuði. Sá sem skrifar greinina er yfir-innkaupastjóri fyrir verslunarkeðjuna PODIUM í Rússlandi sem hefur tekið fatalínur Bóasar í sölu hjá sér.

PODIUM hefur keypt herralínuna KARBON fyrir þetta haust og nefnir hana sérstaklega sem nýtt og spennandi merki hjá þeim. Einnig  hefur PODIUM lagt inn pöntun fyrir vor línuna sem kemur á markað í janúar 2014.

Bóas er þekktur fyrir að fara nýjar leiðir í efnisnotkun en hann hefur m.a. verið að vinna þróunarverkefni á íslenskum lífrænum textílum. Bóas stofnaði fatahönnunarfyrirtækið 8045 árið 2008 og hefur verið aðalhönnuður þess frá upphafi. Fyrirtækið hefur til þessa lagt áherslu á hátísku herrafatnað.

Þess má geta að vesti eftir Bóas, sem nefnist Holster fékk vöruhönnunarverðlaun Grapvinve 2013 en Holsterinn var fyrst kynntur á HönnunarMars 2012. Á furtrade.is má finna nánari upplýsingar um Holsterinn.

Mynd: Greinin sem birtist í rússneska tískutímaritinu GQ STYLE RUSSIA

















Yfirlit



eldri fréttir