Fréttir

4.11.2013

Stór umfjöllun um Vík Prjónsdóttur í New York Times



Stór umfjöllun um Vík Prjónsdóttur birtist í hinu árlega hönnunartímariti Global Design sem New York Magazine getur út einu sinn á ári. Tímaritið, sem kom út 21. október 2013, leggur áherslu á unga efnilega hönnuði á heimsvísu.

Þar er Vík Pjónsdóttir nefnd sem ein af áhuguverðustu hönnunarteymunum í alþjóðlegu samhengi og umfjöllunin birtist í kafla um „collective designers“.

Vík Prjónsdóttir er skipuð þremur hönnuðum, þeim Þuríði Rós Sigþórsdóttur, Brynhildi Pálsdóttur og Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur. Þær hafa starfað saman síðan árið 2005 þegar hnignun var á íslenskum ullarmarkaði og ákváðu að vinna verkefni með íslenskri ullarverksmiðju og hanna nýtískulega ullarvöru til framleiðslu. Vík Prjónsdóttir sækir innblásturinn úr íslenskum sögum og sagnaminni.

Útgáfa blaðsins kemur út á heppninlegum tíma þar sem sjávarteppi Víkur Prjónsdóttur eru að að fara í sölu hjá verslunarkeðjunni Anthropologie, sem rekur 175 verslanir víða um heim, en sú keðja er í eigu sömu aðila og Urban Outfitters.

Nánari upplýsingar um Vík Prjónsdóttur má finna á heimasíðu þeirra, vikprjonsdottir.com

Brot úr viðtalinu sem birtist í hönnunartímariti New York Magazine, má finna á nymag.com/homedesign/urbanliving/2013
















Yfirlit



eldri fréttir