Fréttir

1.11.2013

Hönnuðir hittast | Miðlun og markaðsssetning



Á næsta Hönnuðir hittast verða framsetning, miðlun og markaðsetning verkefna tekin föstum tökum. Næsti fundur verður haldin miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:30-19 á Bergsson Mathúsi, Templarasundi 3.

Sari Peltonen, kynningarfulltrúi Hönnunarmiðstöðvar segir frá PR-ferlinu sem er að fara í gang fyrir HönnunarMars og hvernig hönnuðir geta nýtt sér hátíðina sem best til kynnningar á sjálfum sér og eigin verkefnum. Sari ætlar jafnframt að gefa hönnuðum leiðbeinandi ráð um framsetningu ljósmynda, textasmíðim, miðlun upplýsinga á heimasíðu og fréttatilkynningar.

Viðburðinn á facebook má finna hér.
Verið með í Hönnuðir hittast hópnum á Facebook, hann finnið þið hér.

Um Hönnuðir hittast

Hönnunarmiðstöðin stendur fyrir mánaðarlegum opnum fræðslu- og spjallfundum annan veturinn í röð. Efnistaki fundanna er ætlað að vera gagnlegt hönnuðum og miðla hagnýtum upplýsingum um þátttöku í HönnunarMars og taka á viðfangsefnum sem tengjast hönnunarsenunni. Fundirnir verða haldnir mánaðarlega í ljúfu umhverfi Mathúss Bergsson, Templarasundi 3, þar sem hægt er að gæða sér á dýrindis veitingum í leiðinni.

Hönnuðir hittast eru upplagðir fyrir þig ef:
Þú fefur áhuga á því að vera með viðburð á HönnunarMars 2014.
Þú villt fá hagnýtar upplýsingar um þátttöku á HönnunarMars 2014.
Þig langar til að nýta þau tækifæri til fullnustu sem HönnunarMars getur gefið þér.
Þú villt tengast fólki í hönnunargeirnum og/eða bæta tengslanet þitt enn betur.

Dagskrá fundanna í vetur:
4. sept. | Hönnuðir hittast á ný
2. október | Kynning á erlendum hönnunarhátíðum
6. nóvember | Framsetning verkefna, miðlun og markaðssetning
4. desember | Verkefni í vinnslu fyrir HönnunarMars 2014
-
8. janúar | Þátttaka í kaupstefnunni DesignMatch
5. febrúar | Skráning í dagskrá, spurningar og svör
5. mars | Upptaktur að HönnunarMars, erlendir blaðamenn og samskipti við fjölmiðla
2. apríl | Endurmatsfundur
















Yfirlit



eldri fréttir