Fréttir

25.10.2013

Opið hús í Listaháskóla Íslands



Föstudaginn 1. nóvember kl. 14-18 verður opið hús í fjórum deildum Listaháskóla Íslands; hönnunar- og arkitektúrdeild, myndlistardeild , tónlistardeild og sviðslistadeild (áður leiklistar- og dansdeild). Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér háskólanám í hönnun og listum á BA og MA stigi.

Fjölbreytt dagskrá verður í öllum þremur húsum Listaháskólans. Nám á öllum brautum verður kynnt, skoðunarferðir verða um húsnæði deilda. Verk nemenda verða til sýnis, hægt verður að fylgjast með í völdum kennslustundum, skoða inntökumöppur og margt fleira.

DAGSKRÁ HÖNNUNAR- OG ARKITEKTÚRDEILDAR Á OPNU HÚSI 1. NÓVEMBER

KL 14:00- 18:00 SKOÐUNARFERÐIR UM VINNUSTOFUR

KL 16:00 KYNNINGAR Á NÁMSBRAUTUM

Fagstjórar kynna námsbrautir í sal A:
16:00 Kynning á námi við hönnunar- og arkitektúrdeild
16:15 Arkitektúr
16:30 Fatahönnun
16:45 Grafískri hönnun
16:00 Vöruhönnun
17:15 MA hönnun

KL 14:00- 18:00 INNTÖKUMÖPPUR OG VERKEFNI Í ANDDYRI

SÝNINGAR Á VERKUM NEMENDA.

101 Mötuneyti - Fatahönnun og Grafísk hönnun
105 Jarðhæð - Vöruhönnun og Arkitektúr

Hönnunar- og arkitektúrdeild er til húsa að Þverholti 11
















Yfirlit



eldri fréttir