Fréttir

25.10.2013

Útgáfa | Bók um grafík í miðbæ Reykjavíkur



Í dag, föstudaginn 25. október kl. 17 í Eymundsson Skólavörðustíg verður haldið útgáfuboð vegna vegna ljósmyndabókarinnar „Reykjavík í hnotskurn“ eftir grafíska hönnuðinn Annettu Scheving.


Annetta Scheving segir sjálf um bókina:
„Á gönguferð um miðborg Reykjavíkur snemma árs 2009 varð hugmyndin að þessari bók til. Þá velti ég fyrir mér muninum á því að sjá og taka eftir og í kjölfarið tók ég að horfa nánar á nærumhverfið og uppgötvaði þá hversu mörg grafísk smáatriði leynast allt um kring. Smáatriðin eiga það til að týnast í heildinni en eru þó órjúfanlegur hluti hennar. Ég fór að ganga kerfisbundið um götur miðborgarinnar og taka myndir. Þessi bók er afrakstur þeirrar vinnu, sem stóð í fjögur ár.“
















Yfirlit



eldri fréttir