Epal býður til kynningar á nýjum íslenskum sófa, Náttahaga eftir Þorkel
G. Guðmundsson húsgagnaarkitekt fimmtudaginn 24. október kl. 17-19.
Kynningin fer fram í verslun Epals í Skeifunni 6.
Sófinn er íslensk hönnun og einnig er hann framleiddur hér á landi. Ingibjörg Vigdísardóttir smíðaði grindina og Loftur Pétursson sá um bólstrun. Sófinn verður til sölu í Epal.