Aðalfundur FÍT var haldinn 11. október í Þverholti 11. Kosið var í nýja stjórn, þrír nýir gengu inn, þrír hættu og verkefnastjóri FÍT lét af störfum. Hörður Lárusson lét af formennsku en hann hefur gengt síðustu 6 árin. Högni Valur Högnason var kosinn nýr formaður á fundinum.
Eftir hefðbundna aðalfundardagskrá voru haldnar tvær verkefnakynningar, annars vegar frá Siggu Rún um
Líffærafræði leturs og hins vegar frá Hrafni Gunnarssyni og Atla Þór Árnasyni frá Brandenburg á endurmörkun American Style.
Breytingarnar á stjórn FÍT eru:
Eftirtaldir gengu úr stjórn:
Elsa Jónsdóttir (fulltrúi nemenda)
Sigríður Rún Kristinsdóttir
Hörður Lárusson (formaður)
Verkefnastjóri FÍT til síðustu 2 ára, lét einnig af störfum:
Edda Kristín Sigurjónsdóttir
Nýja stjórn FÍT skipa
Högni Valur Högnason, nýr formaður
Jónas Valtýsson
Magnús Hreggviðsson (nýr í stjórn)
Kristín Edda Gylfadóttir (ný í stjórn)
Iona Sjöfn Huntingdon-Williams (nýr fulltrúi nemenda)
Ljósmyndir: Hörður Lárusson