Fréttir

10.10.2013

Sýning | Herberg Eðvaldssdóttir í Kirsuberjatrénu



Herborg Eðvaldsdóttir leirlistakona opnar sýningu í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu í dag, fimmtudag 10. kl. 17.00. Þar sýnir hún vasa og skálar úr postulíni, ásamt útsaumsmyndum af nokkrum helstu fjöllum æskustöðvanna. Sýningin stendur til 22. október.

Herborg útskrifaðist frá keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1999. Hún hefur síðan sinnt leirlistinni með hléum meðfram öðrum störfum. Hún bætti svo við sig einni önn í Myndlistaskóla Reykjavíkur vorið 2011 þar sem hún fékk tækifæri til að þróa gamla hugmynd sína að vasanum Gró (Grow).

Vasinn var sýndur á DMY Design Festival í Berlín sama vor og Herborgu bauðst í kjölfarið að vinna þrjár vikur í postulínsverksmiðju Kahla í Þýskalandi á síðasta ári. Þetta er fyrsta einkasýning Herborgar, en áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum, þ. á m. „Mót“ – yfirlitssýningu um íslenska hönnun á Kjarvalsstöðum árið 2000 og hönnunarsýningunni „Design.is“ í Berlín og víðar, 2003.

















Yfirlit



eldri fréttir