Fréttir

11.10.2013

Leitað að matarhönnuðum



New Nordic Food leitar að matarhönnuðum, kokkum eða hönnuðum, frá norðurlöndnum til að taka þátt í spennandi þverfaglegu og skapandi samstarfi þar sem unnið verður með samspil matar og tónlistar. Hægt er að sækja um þátttöku til 18 október. Úr umsóknum verða valdir 3-5 einstaklingar til að taka þátt í verkefninu „Nordic Sound Bite“.

Verkefnið byggir á samstarfi norrænna tónlistarmanna og norræna kokka og matarhönnuða sem munu hanna og þróa sérstakan „Nordic Sound Bite“ sem verður kynntur og framreiddur á hátíðinni Ja Ja Ja Festival sem verður haldin í hinu þekkta Roundhouse í London 8. – 9. nóvember. Verkefninu verður stýrt af hönnuðinum Nikolaj Danielsen frá Madeleines Madlab.

Það er Norræna ráðherranefndin sem stendur fyrir hátíðinni Ja Ja Ja Festival, the New Nordic Food II.

Nánari upplýsinar um umsóknarferlið, verkefnið og hátíðina má finna hér.
















Yfirlit



eldri fréttir