Fréttir

11.10.2013

HönnunarMars 2014 | Gallerí Þoka kallar eftir umsóknum



Kallað er eftir umsóknum hönnuða og arkitekta til að sýna í Gallerí ÞOKU á HönnunarMars sem haldin verður dagana 27.-30. mars 2014. ÞOKA er staðsett í kjallara Hríms Hönnunarhúss við Laugaveg 25.

Hugmyndin er að 1-3 hönnuður/ir sýni en það fer eftir umfangi verkefna. Áhugasamir hönnuðir og arkitektar sendi póst á aldis@thoka.is, með upplýsingum um bakrunn og hvað viðkomandi hefur áhuga á að sýna. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.

Ljósmynd: Frá sýningu GunMad á HönnunarMars 2013 í Gallerí ÞOKU
Ljósmyndari: Valgarður Gíslason


















Yfirlit



eldri fréttir