Fréttir

1.10.2013

Alþjóðlegur dagur arkitektúrs í dag 1. október



1. október er Alþjóðlegur dagur arkitektúrs en til hans var stofnað í Lousanne í Sviss árið 1948 af Alþjóðasamtökum arkítekta (e. International Union of Architects – UIA) til heiðurs arkítektúrs víðs vegar um heim.

Framkvæmarstjóri AÍ, Hallmar Sigurðsson skrifaði frétt á www.ai.is í dag og minnti félaga á daginn. Þar fer hann yfir þá alþjóðlegu viðurkenningu sem Tónlistar-og ráðstefnuhúsið Harpa hefur fengið á árinu:

„Harpa tónlistarhús vann á árinu bæði til Evrópsku arkitektaverðlaunanna sem kennd eru við Mies van der Rohe og einnig nú á dögunum til verðlaunanna sem besta opinbera bygging ársins á árlegri verðlaunahátíð alþjóðlegra samtaka arkitekta í Evrópu (LEAF). Megi þessi velgengni íslenskra arkitekta Hörpu verða stéttinni allri hvatning til dáða og sá nýi Hönnunarsjóður sem hleypt var af stokkunum í gær vera til marks um betri tíð allra íslenskra arkitekta og hönnuða.“

Nánari upplýsingar um Mies van der Rohe verðlaunin má finna hér.
og nánari upplýsingar upplýsingar um verðlaun LEAF má finna hér.

Hönnunarmiðstöðin óskar öllum arkitektum á Íslandi til hamingju með daginn!
















Yfirlit



eldri fréttir