Fréttir

24.9.2013

Guðlaug tilnefnd fyrir keramikverk sitt Ice Cliff á alþjóðlegu listahátíðinni CERCO




Guðlaug Geirsdóttir var tilnefnd til verðlauna á alþjóðlegu listahátíðinni CERCO sem haldin var í Zaragoza á Spáni. Þema keppninnar að þessu sinni var keramik og umhverfi og var Guðlaug tilnefnd fyrir keramikverk sitt Ice Cliff.

CERCO er einn stærsti viðburður Spánar á sviði keramiklistar og er hátíðin haldin í þrettánda sinn. Alls voru 22 listaverk tilnefnd til verðlauna að þessu sinni. Þetta er í annað sinn sem Guðlaug er tilnefnd til þessara verðlauna. Sýning á þeim verkum sem komust í úrslit stendur nú yfir í Zaragoza.

Hér má sjá þau verk sem tilnefnd voru til úrslita.

Guðlaug Geirsdóttir útskrifaðist úr mótunardeild Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2010.
















Yfirlit



eldri fréttir