Miðvikudaginn 2. október kl. 12:10 flytur Sigrún Alba Sigurðardóttir, lektor og fagstjóri fræða í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands hádegisfyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmynd- skapandi umbreyting.
Hið huglæga verður ekki svo auðveldlega aðgreint frá hinu hlutlæga. Hið persónulega endurspeglar hið almenna og hið almenna finnur sér farveg í hinu persónulega. Fyrirlestur Sigrúnar nefnist Skapandi þekking, samspil þekkingar, sköpunar og skilnings í fræðilegum rannsóknum.Í fyrirlestrum fjallar Sigrún Alba um það hvernig þekking, sköpun og skilningur fléttast saman í fræðilegum rannsóknum og það hvernig listin og fræðin eru í eðli sínu samtvinnuð og tengt.
Sigrún Alba Sigurðardóttir lauk cand.mag. prófi í menningarfræði og menningarmiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2004. Sigrún Alba hefur sent frá sér fjölda greina og nokkrar bækur um ljósmyndun, minnisrannsóknir og menningarfræði. Má þar nefna bókina
Afturgöngur og afskipti af sannleikanum (2009) og
Endurkast.
Íslensk samtímaljósmyndun (2008). Sigrún Alba hefur starfað og kennt við Hönnunar- og arkitektúrdeild frá árinu 2006 og hefur á þeim tíma átt ríkan þátt í að þróa og móta fræðanám við deildina. Frá 2012 hefur Sigrún Alba verið lektor við Listaháskóla Íslands,
Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans að Þverholti 11, Sal A. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Sneiðmynd- skapandi umbreyting
Sneiðmynd- skapandi umbreyting er ný fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ.
Kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands kynna eigin verk og fjalla um hönnun í samhengi við kennslu og uppbyggingu náms við Listaháskólann.
Næstu fyrirlestrar
• 16. október -Garðar Eyjólfsson, lektor og fagstjóri í vöruhönnun
Heiti fyrirlesturs: Leitin að goðsögnum samtímans
• 30. október -Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr
Heiti fyrirlesturs: Á undan hverri spurningu kemur svarið
• 13. Nóvember-Linda B. Árnadóttir, lektor í fatahönnun
Heiti fyrirlesturs: Mynstraður textíll
• 27. Nóvember-Steinþór Kári Kárason, prófessor í arkitektúr
Heiti fyrirlesturs: Inn´í borg - út´í borg