Fréttir

1.10.2013

Orr Gullsmiðir eru hönnuðir Bleiku slaufunnar 2013



Árvekniátak Krabbameinsfélagsins, Bleika slaufan, hefst í dag, 1. október en hún er, eins og þekkt er orðið tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Bleika silfurslaufan 2013 er hönnuð af Orr Gullsmiðum og fer allur ágóði af sölu slaufunnar til krabbameinsfélagsins.

Um Bleika silfurslaufuna 2013 segja Orr Gullsmiðir:
„Form slaufunnar myndar tákn óendanleikans sem umlykur steininn. Hún minnir okkur þannig á að óendanlegur kærleikur okkar í annars garð er dýrmætasta umgjörðin um lífið og mikilvægi þess að við stöndum þétt saman þegar erfiðleikar steðja að“

Viðhafnarútgáfa slaufunnar er handsmíðuð úr sterling silfri og sett rauðbleikum rúbín.

Hægt er að fá silfurslaufuna sem hálsmen eða nælu í verslun Orr að Bankastræti 11 og kostar hún 12.800 ISK.

Einnig er hægt að fá slaufuna úr silfri hjá eftirtöldum söluaðilum:

Höfuðborgarsvæðið:
Anna María Design
Aurum
Carat - Haukur gullsmiður ehf
Gullkistan skrautgripaverslun
Gullkúnst Helgu
Gull- og silfursmiðjan Erna
G.Þ. Skartgripir og úr
Jens skartgripaverslun
MEBA úra- og skartgripaverslun, Kringlunni
Meba - Rhodium, Smáralind
Metal design gull- og silfursmíði
Kraum
Orr Gullsmiðir
Rhodium, Kringlunni

Landsbyggðin:
Blómsturvellir, Hellissandi
Georg V Hannah, Reykjanesbæ
Gull og Hönnun ehf, Reykjanesbæ
Gullsmiður Dýrfinna Torfadóttir, Akranesi
Gullsmíði/skartgripahönnun - Fríða Jónsdóttir, Hafnarfirði
Húsgagnaval, Höfn í Hornafirði
Karl R. Guðmundsson, Selfossi
Klassík ehf, Egilsstöðum
Siglósport, Siglufirði
Töff Föt, Húsavík
Úr og skartgripir - Nonni Gull, Hafnarfirði
Úrsmíðaverkstæði Halldórs Ólafssonar ehf, Akureyri
Palóma Föt og skart ehf, Grindavík
Póley, Vestmannaeyjum

















Yfirlit



eldri fréttir