Fréttir

13.9.2013

5 ára afmæli Hönnunarmiðstöðvar Íslands



Í ár fagnar Hönnunarmiðstöðin 5 ára afmæli. Af því tilefni boðaði stjórn Hönnunarmiðstöðvar til fundar og fagnaðar s.l. fimmtudag með formönnum og stjórnum fagfélaganna sem eiga Hönnunarmiðstöð ásamt öðrum lykilmanneskjum tengdum hönnun og arkitektúr. Afmælið var haldið í húsakynnum Hönnunarmiðstöðvarinnar, Vonarstræti 4b. Iðnaðar-og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir hlýddi á dagskrá fundarins og hélt ávarp.

Efnt var til samtals um helstu áherslur og verkefni sem snúa að sameiginlegum hagsmunum hönnuða, arkitekta og fyrirtækja á því sviði. Þar má helst nefna nýstofnaðan Hönnunarsjóð, vinnu við mótun Hönnunarstefnu fyrir Ísland, HönnunarMars og þann mikla árangur sem náðst hefur með starfsemi Hönnunarmiðstöðar á undanförnum árum.

Eftir dagskrána var skálað og 5 ára afmæli Hönnunarmiðstöðvar fagnað.

Hluthafar í Hönnunarmiðstöð: Arkitektafélag Íslands | Fatahönnunarfélag Íslands | Félag húsgagna- og innanhússarkitekta | Félag íslenskra gullsmiða | Félag íslenskra landslagsarkitekta | Félag íslenskra teiknara | Félag vöru- og iðnhönnuða | Leirlistafélag Íslands | Textífélagið
















Yfirlit



eldri fréttir