Fréttir

22.9.2013

Upplýsingar fyrir frumkvöðla og fyrirtæki



Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur fjögur frumkvöðlasetur og kemur að rekstri tveggja til viðbótar með það að markmiði að veita frumkvöðlum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun.

Nýsköpunarmiðstöð veitir frumkvöðlum endurgjaldslausa leiðsögn við þróun viðskipta- og vöruhugmynda, stofnun og rekstur fyrirtækis og gerð viðskiptaáætlana. Allir frumkvöðlar eiga jafnframt rétt á handleiðslu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í handleiðslu leiðbeina verkefnisstjórar við ýmis mál sem upp kunna að koma við frumkvöðlastarf og rekstur, t.d. gerð viðskiptaáætlana. Hér er um að ræða faglegan stuðning við undirbúning og mat á því hvort viðskiptahugmyndin sé líkleg til árangurs.

Nánari upplýsingar um þá aðstoð og stuðning sem Nýsköpunarmiðstöð getur veitt þér, má finna á heimasíðu þeirra, hér.
















Yfirlit



eldri fréttir