Dagatal Hönnunarmiðstöðvar inniheldur allar helstu dagsetningar fyrirlestra, funda og skilafresta Hönnunarmiðstöðvar og HönnunarMars. Hægt er hlaða dagatalinu niður og setja inn í eigið ICal. Vertu með allt á hreinu!. Vertu með allt á hreinu!
Smelltu hér til að hlaða niður dagatali Hönnunarmiðstöðvar
Eftirfarandi er listi yfir þá viðburði og dagsetningar sem skráð eru í dagatalið:
Hönnunarmiðstöð
28. nóvember | Jólagleði í Hönnunarmiðstöð
3. júní | Aðalfundur Hönnunarmiðstöðar
Fyrirlestraröð:
Hönnunarmiðstöð stendur fyrir fyrirlestrum einu sinni í mánuði yfir veturna í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Fyrirlestrarnir fara fram í Hafnarhúsinu, á fimmtudögum kl. 20. Þar kynna hönnuðir og arkitektar verkefni sín og málefni líðandi stundar, er varða hönnuði og arkitekta eru tekin fyrir. Allir velkomnir.
19. september
24. október
21. nóvember
-
16. janúar
13. febrúar
13. mars
10. apríl
Hönnuðir hittast
Hönnunarmiðstöð mun standa fyrir mánaðarlegum opnum fræðslu- og spjallfundum annan veturinn í röð. Fundirnir munu að mestu leyti snúast um HönnunarMars og sitthvað hagnýtt sem tengist þátttöku í hátíðinni. Fundirnir eru haldnnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 17.30-19 á Bergsson Mathúsi, Templarasundi 3.
4. september | Hönnuðir hittast á ný
2. október | Kynning á erlendum hönnunarhátíðum
6. nóvember | Framsetning verkefna, miðlun og markaðssetning
4. desember | Verkefni í vinnslu fyrir HönnunarMars 2014
-
8. janúar | Þátttaka í kaupstefnunni DesignMatch
5. febrúar | Skráning í dagskrá, spurningar og svör
5. mars | Upptaktur að HönnunarMars, erlendir blaðamenn og samskipti við fjölmiðla
2. apríl | Endurmatsfundur
HönnunarMars 27.-30.mars 2014
1. desember | Skilafrestur fyrir „preliminary program“ rennur út
7. febrúar | Skráningarfrestur í dagskrá rennur út
19. febrúar | Umsóknarfrestur í DesignMatch rennur út
1. mars | Forsölu miða á fyrirlestradag lýkur
27. mars | Fyrirlestradagur Hönnunarmiðstöðvar
28. mars | DesignMatch fer fram í Norræna húsinu