Fréttir

13.9.2013

Samkeppni | Einkenni HönnunarMars 2014



Fjögur teymi hönnuða hafa nú verið valin til að taka þátt í lokaðri samkeppni um einkenni HönnunarMars 2014. Liðin eru öll þverfagleg, það er skipuð hönnuðum með fjölbreyttan bakgrunn en sérstök áhersla var lögð á það í auglýsingunni um verkefnið.

Í síðustu viku rann út frestur til að skila umsóknum um þátttöku í lokari samkeppni um einkenni HönnunarMars 2014. Alls voru sendar inn 13 umsóknir.

Hönnuðurnir sem taka þátt í lokuðu samkeppninni eru:

1. Friðrik Steinn Friðriksson og Laufey Jónsdóttir
2. Snæbjörn Þór Stefánsson, Róshildur Jónsdóttir og Linda Loeskow
3. Brandenburg, auglýsingastofa
4. Baldur Snorrason, Guðmundur Ingi Úlfarsson og Jón Helgi Hólmgeirsson

Nú fá teymin tíma til að þróa hugmyndir sýnar og kynna þær svo fyrir stjórn HönnunarMars 7. október.

Öllum umsækjendum er þakkaður áhuginn.

HönnunarMars fer fram í 6. skiptið dagana 27. - 30. mars 2014.
















Yfirlit



eldri fréttir