Hönnunarmiðstöðin hvetur fagfélögin til að sækja um styrk úr borgarsjóði hjá Menningar-og ferðamálaráði fyrir þátttöku félaganna í HönnunarMars. Umsóknarfrestur er 1. október og styrkirnir eru ætlaðir viðburðum eða verkefnum sem koma til framkvæmda á næsta ári. HönnunarMars sækir ekki um í þennan sjóð.
Reykjavíkurborg veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.
Styrkirnir eru ætlaðir viðburðum eða verkefnum sem koma til framkvæmda á næsta ári.
Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á.
Nú er hægt að sækja um styrki vegna verkefna á árinu 2014. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2013.
Nánari upplýsingar um umsóknarform má finna
hér.