Fréttir

12.9.2013

Fyrirlestur | Sérstaða og sérviska Dóru Ísleifsdóttur í starfi



Miðvikudaginn 18. september kl. 12:10 flytur Dóra Ísleifsdóttir, prófessor og fagstjóri MA náms í hönnun fyrirlestur í nýrri fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektadeildar sem kallast Sneiðmynd - skapandi umbreyting.

Dóra er kennari og prófessor í grafískri hönnun, við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, myndlistarmaður / hjól í atvinnulífinu / þungavigtarkona í auglýsingabransanum / bókaormur / snattari / skipulagsæringi. Hennar aðal áhugamál þessa dagana eru að þróa MA nám í hönnun, leturfræði, ritstjórnarhönnun og útgáfa; konan lifir bara og hrærist í hönnun.

Fyrirlesturinn fjallar um hvernig ofangreint kemur heim og saman — eða ekki.

Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11 í Sal A og byrjar kl. 12:10. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Um fyrirlestraröðina Sneiðmynd- skapandi umbreyting

Kennarar hönnunar- og arkitekútrdeildar kynna eigin verk og fjalla um hönnun í samhengi við kennslu og uppbyggingu náms við Listaháskóla Íslands.

Við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans er boðið upp á nám á fjórum námsbrautum, í arkitektúr, fatahnönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun ásamt námi í hönnun á meistarastigi. Kennarar deildarinnar fjalla um eigin verkefni og viðfangsefni, aðferðafræði í hönnun og tengsl sköpunar við kennslu og rannsóknir.

Hádegisfyrirlestrarnir verða annan hvern miðvikudag kl 12:10 í Sal A í Þverholti 11. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Dagskrá haustannar:


18.september
Dóra Ísleifsdóttir, prófessor og fagtjóri MA náms í hönnun
Sérstaða og sérviska

2. október
Sigrún Sigurðardóttir, lektor og fagstjóri fræða

Skapandi þekking. Samspil þekkingar, sköpunar og skilnings í fræðilegum rannsóknum

16. október
Garðar Eyjólfsson, lektor og fagstjóri í vöruhönnun
Leitin að goðsögnum samtímans

30. október
Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr
Á undan hverri spurningu kemur svarið

13. nóvember
Linda B. Árnadóttir, lektor í fatahönnun
Mynstraður textíll

27. nóvember
Steinþór kári Kárason, prófessor í arkitektúr
Inn´í borg - út´í borg
















Yfirlit



eldri fréttir