Fréttir

12.9.2013

Fyrirleströð | Dagsetningar vetursins 2013-2014



Hönnunarmiðstöð stendur fyrir fyrirlestrum einu sinni í mánuði yfir veturna í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Fyrirlestrarnir fara fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Á fyrirlestrunum kynna hönnuðir og arkitektar verkefnin sín. Þá eru einnig tekin fyrir málefni líðandi stundar, er varða hönnuði og arkitekta. Allir velkomnir.

Á fyrsta fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar þennan veturinn, munu þær Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Magnea Einarsdóttir fatahönnuður kynna verkefni sín. Þeim var á dögunum boðið að taka þátt í norrænni kynningardagskrá hönnuða sem haldin var í Berlín dagana 1.-3. september.

Sjá nánar um fyrirlesturinn hér.
















Yfirlit



eldri fréttir