Fréttir

10.9.2013

Vöruþróun og umbreyting starfandi fyrirtækja



Nýsköpunarmiðstöð Íslands og DOKKAN halda fjóra fundi um vöruþróun. Markmiðið með fundunum er að deila reynslu og sögum af vel heppnuðum aðgerðum og breytingum á sviði vöruþróunar og hvetja þannig fleiri starfandi fyrirtæki til markvissra framkvæmda á þessu sviði.

Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi tímum:
18. september kl. 8:30-10:00
16. október kl. 8:30-10:00
13. nóvember kl. 8:30-10:00
11. desember kl. 8:30-11:00

Aðgangur er ókeypis og skráning á fyrsta fund er hafin, hún fer fram hér.

Vöruþróun – frá verkstæði að öflugu iðnfyrirtæki

Fyrsti fundurinn verður haldinn 18. september frá kl. 8:30 – 10:00 í húsnæði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Árleyni 8 (Austurholt), 112 Reykjavík. Helsta umræðuefnið verður Brúnás, leiðandi fyrirtæki á landvísu í framleiðslu og sölu á innréttingum. Sagt verður frá umbreytingu fyrirtækisins á sínum tíma og þeim jákvæðu áhrifum sem hönnuðir höfðu á vöruþróun þess.

Framsögumenn eru Karl Friðriksson, framkvæmdarstjóri Mannauðs-og markaðsstofu á Nýsköpunarmiðstöð Íslands ásamt hönnuðunum að baki Brúnás innréttinganna, þeim Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni, innanhúshönnuðum hjá GO Form Design Studio.

Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig.
















Yfirlit



eldri fréttir