Nýsköpunarmiðstöð Íslands og DOKKAN halda fjóra fundi um vöruþróun. Markmiðið með fundunum er að deila reynslu og sögum af vel heppnuðum aðgerðum og breytingum á sviði vöruþróunar og hvetja þannig fleiri starfandi fyrirtæki til markvissra framkvæmda á þessu sviði.
Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi tímum:
18. september kl. 8:30-10:00
16. október kl. 8:30-10:00
13. nóvember kl. 8:30-10:00
11. desember kl. 8:30-11:00
Aðgangur er ókeypis og skráning á fyrsta fund er hafin, hún fer fram
hér.
Vöruþróun – frá verkstæði að öflugu iðnfyrirtæki
Fyrsti fundurinn verður haldinn 18. september frá kl. 8:30 – 10:00 í húsnæði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Árleyni 8 (Austurholt), 112 Reykjavík. Helsta umræðuefnið verður Brúnás, leiðandi fyrirtæki á landvísu í framleiðslu og sölu á innréttingum. Sagt verður frá umbreytingu fyrirtækisins á sínum tíma og þeim jákvæðu áhrifum sem hönnuðir höfðu á vöruþróun þess.
Framsögumenn eru Karl Friðriksson, framkvæmdarstjóri Mannauðs-og markaðsstofu á Nýsköpunarmiðstöð Íslands ásamt hönnuðunum að baki Brúnás innréttinganna, þeim Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni, innanhúshönnuðum hjá GO Form Design Studio.
Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig.