Þrír íslenskir hönnuðir voru valdir úr fjölda umsækjanda til að taka þátt í norrænni kynningardagskrá í Berlín sem fram fór í vikunni, dagana 1.-3. september. Íslensku þátttakendurnir í dagskránni voru Þórunn Árnadóttir iðnhönnuður, Magnea Einarsdóttir fatahönnuður og Kristín Eva Ólafsdóttir grafískur hönnuður.
Boðað var til dagskrárinnar í tilefni samnorrænnar hönnunarsýningar Nordic Design Today sem er farandssýning og sýnir verk þeirra sem unnið hafa Söderberg verðlaunin á síðustu 5 árum hverju sinni. Sýningin hefur staðið í Fellshus í Berlin í sumar og lauk um síðustu helgi. Af því tilefni var haldið opið hús á torgi sendiráðanna s.l. sunnudag, þann 1. september. Harri Koskinen og Henrik Vibskov Söderbergverðlaunahafar héldu fyrirlestra og haldin var panel-umræða um hönnun á Norðurlöndunum.
Íslensku hönnuðirnir sem héldu að utan tóku þátt í panelnum og héldu jafnframt kynningar á þeim verkefnum sem þeir eru að fást við þessa dagana.
Upprennandi norrænum hönnuðum og/eða arkitektum var boðin þátttaka í þessari norrænu kynningardagskrá í Berlín og þar af voru þrír frá Íslandi sem fengu tækifæri. Goethe-stofnunin stóð fyrir dagskránni sem tók yfir tvo daga þar sem komið var við á ýmsum stöðum í borginni sem áhugaverðir eru fyrir unga upprennandi hönnuði að skoða og heimsækja. Dagskráin var styrkt af Norðurlandaráði.
Torgið fyrir framan Felleshus í Berlín.
Magnea Einarsdóttir fatahönnuður kynnir verkefnin sín.
Kristín Eva Ólafsdóttir grafískur hönnuður kynnir verkefnin sín.
Þórunn Árnadóttir iðnhönnuður í Panel.
Frá sýningunni Nordic Design Today.
Harri Koskinen, Söderbergsverðlaunahafi hélt lykilerindi.
Henrik Vibskov, Söderbergsverðlaunahafi hélt jafnframt lykilerindi.
Kynningardagskráin stútfull af spennandi fyrirlestrum, vettvangsferðum og heimsóknum.
Kristín Eva Ólafsdóttir grafískur hönnuður, Magnea
Einarsdóttir fatahönnuður og Þórunn Árnadóttir iðnhönnuður með Soffíu Gunnuarsdóttur
og Auði Eddu Jökulsdóttir starfsmenn sendiráðs Íslands í Berlín.
Norræni hópurinn í vettvangsferð í Berlín.