IIF frumsýnir sína fyrstu vörulínu SERIE N°1 REINDEER á Menningarnótt þann 24. ágúst. Að því tilefni er áhugasömum boðið að kynnast vörunum á sýningu í Alliance Francaise, menningarstofu Frakklands á Íslandi frá kl. 18 til 22.
IIIF samanstendur af tveimur íslenskum fatahönnuðum og einum frönskum vöruhönnuði sem hittast á Íslandi eða í Frakklandi og sameina hugmyndir sínar. Þau hanna vörur, fylgihluti og fatnað sem eiga uppruna sinn að sækja í íslenskt og franskt hráefni, hugmyndafræði, staðhætti og leggja ríka áherslu á staðbundna framleiðslu. Að þessu sinni er um að ræða töskur og hálsmen úr hreindýraafurðum sem framleiddar eru af einyrkjum á Austurlandi.
Illf býður einnig uppá spjall við hönnuði 25. ágúst frá kl. 13:00 til 18:00.
Nánar um viðburðinn má finna í dagskrá Menningarnætur,
hér og á facebook,
hér.
Meðfylgjandi ljósmyndir af hreindýrum eru teknar af Skarphéðni G. Þórissyni.