Fréttir

5.9.2013

Samkeppni | Dyrfjöll - Stórurð



Efnt til opinnar hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Að samkeppninni standa sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

Svæðið nýtur vaxandi vinsælda sem göngusvæði enda er náttúran um margt einstök á landsvísu. Stefnt er að því að lausnir sem valdar verða að samkeppni lokinni geti með aðlögun nýst á öðrum svæðum á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystra, þar sem áhugaverðar náttúruperlur er að finna.

Markmið útbjóðanda með samkeppninni er að fá fram hugmyndir að lausnum til að:
• styrkja staðarímynd Dyrfjalla og Stórurðar sem ferðamannastaðar (branding)
• varðveita huglægt gildi náttúru og lítt snortins víðernis, þrátt fyrir vaxandi umferð ferðamanna
• bæta aðgengi göngufólks að svæðinu Dyrfjöll – Stórurð
• merkja svæðið vel með vegvísum, gönguleiðarmerkjum og upplýsingatöflum
• stuðla að góðri umgengni sem hlífir viðkvæmri náttúru, m.a. með uppbyggingu eins eða fleiri áningarstða með upplýsingum og snyrtingu

Keppnisgögn verða afhent á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, gegn 5.000 kr. skilatryggingu, frá og með 15. ágúst 2013. Skilafrestur tillagna í samkeppnina er til 8. október 2013.

Nánari upplýsingar og keppnislýsingu má nálgast á heimasíðu Arkitektafélags Íslands, hér.
















Yfirlit



eldri fréttir