Fréttir

10.9.2013

Styrkir | Hönnunarsjóður Auroru



Næsta úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru verður í Nóvember 2013. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. september.


Hönnunarsjóður Auroru hefur að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhagslega aðstoð. Markmið hans er að styrkja hönnuði til að koma sjálfum sér, hugmyndum sínum, vörum og verkefnum á framfæri og aðstoða við vöruþróun og markaðssetningu hérlendis og erlendis. Hjá sjóðnum er lögð áhersla á að styðja verkefni þar sem umsækjendur hafa skýra sýn og markmið.

Hönnunarsjóðurinn var stofnaður 13. febrúar 2009, sem tilraunaverkefni til þriggja ára af Auroru Velgerðarsjóði, sem veitti til hans 25 milljónum í þrjú ár, eða alls 75 milljónum. Í lok þessa tímabils var ákveðið að halda áfram með sjóðinn og veita aftur til hans 75 milljónum til þriggja ára, eða til loka ársins 2015.

Nánari upplýsingar um Hönnunarsjóð Auroru má finna á heimasíðu sjóðsins, honnunarsjodur.is.
















Yfirlit



eldri fréttir