Fimmtudaginn 22. ágúst mun Elísabet V. Ingvarsdóttir Hönnunarfræðingur halda fyrirlestur um tímabilsherbergi safna og fjalla um hlutverk þeirra, markmið og sannleiksgildi. Að loknum fyrirlestrinum mun Shauna Laurel Jones og Huginn Þór Arason ræða um tengsl tímabilsherbergisins við sýninguna Kaflaskipti.
Innsetning Andreu Maack og Hugins Þórs Arasonar, Kaflaskipti, er í formi sýningarsalar sem á að varpa ljósi á ákveðið tímabil. Sýningin hverfist um ilm sem ætlað er að fanga kjarna listasafns fjarlægrar framtíðar. Hún byggir á reynslu Andreu sem myndlistarmanns sem vinnur með ilm í list sinni en einnig áhuga Hugins Þórs á að umbylta hlutverki sýningarsalarins.
Sýningarstjórinn Shauna Laurel Jones og listamennirnir veltu fyrir sér hugmyndinni um tímabilsherbergi (e. period room) við vinnslu sýningarinnar. Ólíkt hefðbundnu tímabilsherbergi sem birtir ákveðið tímabil sögunnar, birtir innsetning Andreu og Hugins aftur á móti afar persónulega túlkun á gildismati og smekk annars óþekkts tímaskeiðs.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi og er á íslensku.
Nánari upplýsingar um sýninguna Kaflaskipti má finna
hér.