Sýningin Ofanleitiskapella Högnu Sigurðardóttur arkitekts verður haldin í Norræna húsinu dagana 21. ágúst til 4. september 2013. Í tengslum við sýninguna verður haldið málþing 21.ágúst kl. 17:00-19:00 í Norræna húsinu.
Á málþinginu munu arkitektarnir Guja Dögg Hauksdóttir, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, Margrét Harðardóttir og Pétur H. Ármannsson halda erindi þar sem fjallað verður um forsögu verkefnisins og vinnuna við útfærslu kapellunnar. Þar að auki mun vera fjallað um kapelluna í samhengi við önnur og stærri verk Högnu.
Árið 1981 gerði Högna frumdrög að kapellu við Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Nú rúmum 30 árum síðar hefur hún tekið upp þráðinn og unnið að nákvæmri útfærslu kapellunnar með liðsinni arkitekta Arkibúllunnar. Á sýningunni verða teikningar og líkön frá þessari vinnu.
Nánar um málþingið má finna á síðu Norræna hússins
hér.