SAGA HÖNNUNAR-frá Egyptum til vorra daga eftir Ásdísi Jóelsdóttur er ný
fræði- og kennslubók fyrir námsmenn sem og fag- og áhugafólk á sviði
hönnunar, lista og menningar. Höfundur bókarinnar mun jafnframt halda námskeið n.k.
október um sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar
til byrjun 21. aldar við Endurmenntunardeild Háskóla Íslands.
Um bókina
SAGA HÖNNUNAR-frá Egyptum til vorra daga segir:
“Saga handverks og hönnunar hefur þróast með manninum og mótast af því þjóðfélagi, umhverfi, auðlindum, tækni- og verkkunnáttu sem er til staðar hverju sinni. Við lestur bókarinnar fær lesandinn góða heildarsýn yfir strauma, stefnur og sögu fatnaðar, bygginga og húsgagna ásamt stuttu yfirliti yfir myndlist frá tímum Egypta fram til dagsins í dag með samfélagslegu ívafi.”
Höfundur bókarinnar, Ásdís Jóelsdóttir, hefur kennt hönnunar- og menningarsögu ásamt fata- og textílhönnun frá árinu 1986. Hún hefur einnig samið bækur um sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi, sögu tískunnar og saumtæknibók fyrir fatasaum. Einnig hefur hún þýtt tvær bækur úr sænsku um snið og sniðteikningu fyrir konur og karlmenn.
Bókin er 303 blaðsíður og prýdd mörgum myndum. Hægt er að panta bókina hjá Iðnú, útgefanda í síma 517-7200 eða á netfangið heida@idnu.is
Námskeið um sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar
til byrjun 21. aldar
mun fara fram dagana 16., 23. og 30. október við Endurmenntunardeild Háskóla Íslands, Dunhaga 7 og kostar 18.900 krónur. Nánar um námskeiðið og skráningu
hér.