Fréttir

7.8.2013

Sýning | Íslensk hönnun í Færeyjum



Í ágúst fer fram sýning á vörum tíu íslenskra hönnuða í færeysku hönnunarversluninni Østrøm, Þórshöfn. Sýningin er partur af samstarfsverkefni íslensku verslunarinnar Kraum og Østrøm. Mun tilgangur samstarfsins vera að kynna íslenska og færeyska hönnun.

Á meðal þeirra hönnuða sem sýna vörur sínar í Østrøm eru Stáss, Erla Sólveig Óskarsdóttir, Sigurður Már Helgason og SveinBjörg.

Kraum mun síðar kynna færeyska hönnun á HönnunarMars á næsta ári.

Nánari upplýsingar um Østrøm er að finna hér.
















Yfirlit



eldri fréttir