Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið
2014 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur rennur út
miðvikudaginn 25. september 2013, kl. 17.00.
Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru:
1. launasjóður hönnuða
2. launasjóður myndlistarmanna
3. launasjóður rithöfunda
4. launasjóður sviðslistafólks
5. launasjóður tónlistarflytjenda
6. launasjóður tónskálda
Hægt er að sækja um starfslaun fyrir listamann í einn launasjóð eða fleiri, sé verkefni þess eðlis að það falli undir fleiri sjóði en einn. Ennfremur er unnt að sækja um starfslaun fyrir skilgreint samstarfsverkefni listamanna/hópa í einn launasjóð eða fleiri, falli verkefnið undir fleiri sjóði en einn. Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki.
Lög um listamannalaun og reglugerð er að finna á heimasíðu stjórnar listamannalauna,
hér.
Sækja skal um listamannalaun og ferðastyrki á vef Rannís,
hér
Meðfylgjandi mynd er af hönnun Erlu Sólveigar Óskarsdóttur sem hlaut styrk til þriggja mánaða úr launasjóði hönnuða 2013.