Fréttir

17.7.2013

Styrkir | Nýsköpunarstyrkur Landsbankans



Umsóknarfrestur nýsköpunarstyrk Landsbankans er til miðsnættis mánudaginn 2. september 2013.

Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði, nýja vöru eða þjónustu.
Þeim er einnig ætlað að styðja frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða þjónustu eða sækja námskeið sem byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.

Heildarupphæð styrkja nemur allt að 15.000.000 kr. og verður veitt í tveimur þrepum:
• Hærri styrkir fyrir lengra komin verkefni eru 500.000-2.000.000 kr.
• Lægri styrkir fyrir fyrstu skrefin eru 200.000-500.000 kr.

Dómnefnd ákvarðar endanlega styrkupphæð verkefna. Verkefni sem einkum koma til greina eru:
• Ný viðskiptahugmynd
• Þekkt viðskiptahugmynd sem er þróuð fyrir nýtt markaðssvæði
• Ný vara

Við mat á verkefnum er einkum litið til að:
• Viðskiptahugmyndin sé áhugaverð
• Teymið/frumkvöðull er vel hæfur og líklegur til að koma verkefni lengra
• Markhópur og tekjur eru vel settar fram
• Verkefnið verður sjálfbært til lengri tíma litið
• Góðar líkur eru á að verkefnið komi til framkvæmda
• Verkefnið hafi samfélagslegt gildi s.s. atvinnusköpun, afleiddar tekjur, afleidd tækifæri
• Viðskiptaáætlun sé trúverðug
• Heildarfjármögnun er sett fram og staða hvers liðar fyrir sig skýrð.

Stefnt er að úthlutun í nóvember og er öllum umsækjendum svarað.

Nánar um styrkinn má finna á síðu Landsbankans hér.

Á síðu Hönnunarmiðstöðar er einnig að finna lista yfir styrki og umsóknarfresti, sjá hér.
















Yfirlit



eldri fréttir