Ráðstefna um jöfnuð í
vinnuumhverfi og hönnun verður haldin dagana 11.-14. ágúst á Grand Hótel, Reykjavík. Á meðal ræðumanna eru hönnuðirnir Hlín Helga Guðlaugsdóttir og Magga Dóra Ragnarsdóttir. Fjölmargir erlendir prófessorar og verkfræðingar munu jafnframt flytja erindi.
Ráðstefnan er haldin á vegum Vinnuvistfræðifélags Íslands og er í samstafi við norrænu vinnuvistarsamtökin.
Helstu efnisþættir ráðstefnunnar eru:
- Mannauðsstjórnun og vellíðan
- Öryggi og hollustuhættir við vinnu | áhættumat
- Hönnun og viðmót
- Samskipti milli fólks og tæknibúnaður
- Starfsendurhæfing
- Sjónræn vinnuvistfræði
- Kynbundin hönnun og umhverfi
Á meðal ræðumanna eru hönnuðirnir Hlín Helga Guðlaugsdóttir og Magga Dóra Ragnarsdóttir. Þar að auki munu erlendir prófessorar og verkfræðingar flytja erindi. Nánar um ræðumenn má finna
hér.
Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar má finna á heimasíðu NES 2013,
hér.
Boðið er uppá dagpassa sem hægt er að nálgast gegnum þjónustuskrifstofu Iceland Travel eða með því senda póst á bjorkb@icelandtravel.is