Fréttir

17.7.2013

Hátíðardagskrá í tilefni Carlo Scarpa verðlaunanna



Boðið verður til hátíðardagskrár í Menningarmiðstöðinni Edinborg 

sunnudaginn 21. Júlí n.k. í tilefni af því
 að fyrr á þessu ári hlaut garðurinn Skrúður á Núpi við Dýrafjörð, alþjóðleg verðlaun sem kennd eru við ítalska arkitektinn Carlo Skarpa. Fulltrúar úr valnefnd og stjórn menningarsjóðs Benetton, sem veita verðlaunin, verða viðstaddir og munu fræða ráðstefnugesti um sjóðinn, verðlaunin og arkitektinn Carlo Scarpa.


Dagskráin mun fara fram kl. 9:30-12:00 og 14:00–17:00. 
Fyrir hádegi verður stutt kynning á sögu byggðar á Vestfjörðum og farið verður í gönguferð á sögustaði í miðbæ Ísafjarðar. 

Að loknu hléi kl. 14:00 verða flutt erindi um arkitektinn Carlo Scarpa, sögu Skrúðs og sögu íslenskra garða, sagt verður frá menningarsjóði Benetton og alþjóðlegu verðlaununum sem kennd eru við Carlo Scarpa. Í lok dagskrár verður opnuð sýning sem gerð var um Skrúð og sett upp á Ítalíu við afhendingu verðlaunanna s.l. vor.

Benetton rannsóknastofnunin í Treviso á Ítalíu veitir Carlo Scarpa verðlaunin á hverju ári. Þeim er ætlað að vekja athygli á stað sem hefur sérstaklega ríku hlutverki að gegna í sögulegu og skapandi tilliti auk hins náttúrulega gildis. Fjölþætt sjónarmið koma saman í mati dómnefndar en verðlaunin eru veitt einum aðila fyrir sérstæð menningarleg verðmæti sem felast í verki á sviði landslagsarkitektúrs.

Carlo Scarpa var einn frægasti arkitekt Ítala á 20. öld og eitt helsta átrúnaðargoð Guðjóns Samúelssonar húsameistara og Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði.


Dagskráin er ókeypis og öllum opin.

Tilkynning um þáttöku sendist á elisabet.gunnarsdottir@yahoo.com eða í síma 868-1845.

Nánar um verðlaunin má finna á síðu Hönnunarmiðstöðar hér og bloggi Hönnunarmiðstöðar hér.


















Yfirlit



eldri fréttir