Boðið verður uppá leiðsögn og léttan fróðleik á íslenska safnadaginn í Hönnunarsafni Íslands, sunnudaginn 7.júlí.
Fjölskylduleiðsögn hefst kl. 14:30 um yfirstandandi sýningu,
Óvænt kynni, í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur fulltrúa safneignar. Í leiðsögninni mun Þóra flétta inn frásögnum af því starfi sem fram fer á bak við tjöldin í Hönnunarsafninu og varpa ljósi á þá vinnu sem í gangi er á heimildaöflun um íslenska hönnunarsögu.
Aðgangur er ókeypis og opið frá kl. 12- 17.
Nánar um sýninguna
Óvænt kynni má finna á síðu Hönnunarmiðstöðar
hér.
Nánar um íslenska safnadaginn á Hönnunarsafni Íslands má finna
hér.