Studio Olafur Eliasson auglýsir lausa stöðu starfsnema, næsta vetur, til að vinna með rannsóknar og skjalasafnsteymi stofunnar. Verkefni nemans munu felast í upplýsingasöfnun og rannskóknum fyrir verkefni í vinnslu, flokkun og úrvinnslu eldri verkefna ásamt allmennri upplýsingasöfnun fyrir stofuna.
Leitað er að nema í minnst 3 mánuði og er starfsnámið launað. Viðkomandi þarf að hafa nemið listasögu, heimspeki, blaðamennsku eða einhverskonar blöndu af listum, sögu og miðlun. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Studio Ólafs Elíassonar,
hér.