HANDVERK OG HÖNNUN heldur næst sýningu/kynningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 7.-11. nóvember 2013. Umsóknarfrestur til þátttöku er til og með þriðjudeginum 25. júní.
Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og fjölbreytta hönnun s.s. vöruhönnun, fatahönnun er heimilt að sækja um. Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur. Ný valnefnd er skipuð við hverja sýningu. Mikilvægt er að sýningin/kynningin endurspegli fjölbreytt úrval og mun valnefnd hafa það í huga þegar þátttakendur eru valdir.
Niðurstaða valnefndar mun liggja fyrir 5. júlí 2013.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á
handverkoghonnun.is