Sólóhúsgögn hafa hafið endurframleiðslu á Sindrastólnum og hyggjast nú hefja endurframleiðslu á Sindrasófanum, með leyfi fjölskyldu Ásgeirs Einarssonar í Sindra. Sólóhúsgögn leita að slíkum grip til láns til uppmælingar. Lumar þú á Sindrasófa?
Hönnunarsafnið hefur jafnframt áhuga á að vita hvort að svona sófi leynist einhvers staðar eða hægindastóllinn með háa bakinu eða skemillinn, í þeirri von að safnið geti eignast þessa gripi eða fengið lánaða síðar.
Ef þú lumar á Sindrasófa og ert tilbúin að lána hann til uppmælingar hafið samband við
solo@solo.is
Ef þú lumar á Sindrasófa, borðstofustól, skemli eða hægindastól hafðu samband við
honnunarsafn@honnunarsafn.is