Íslandsstofa heldur kynningarfund þriðjudaginn 4. júní kl. 9-12 um
upprunareglur í fríverslunarsamningi Íslands og Kína sem nýverið var
undirritaður. Kynningin fer fram í húsakynnum Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7.hæð.
Með fríverslunarsamningnum samþykkja aðilar að fella niður tolla af langflestum vörum sem framleiddar eru innan samningssvæðisins. Upprunareglur eru veigamikill þáttur fríverslunarsamningsins því þær skýra hvaða skilyrði vara þarf að uppfylla til þess að geta talist upprunnin á Íslandi eða Kína og njóta þar með tollfríðindameðferðar. Reglurnar kveða jafnframt á um skilyrði varðandi gögn til sönnunar uppruna og flutning á vörum milli aðildarríkjanna.
Kynningin er bæði ætluð þeim sem flytja út íslenskar vörur til Kína og þeim sem flytja inn til Íslands kínverskar vörur.
Svanhvít Reith, lögfræðingur hjá embætti Tollstjóra og Ragnar G. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti kynna reglurnar.
Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið
islandsstofa@islandsstofa.is.
Nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson,
andri@islandsstofa.is, sími 511 4000.