Fréttir

15.6.2013

Hönnunarsjóður tekur til starfa



Stjórn Hönnunarsjóðs hefur tekið til starfa og fyrsta verkefni hennar verður að gera tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutunarreglur. Í kjölfarið verður auglýst eftir umsóknum og er ráðgert það verði síðar á þessu ári.

Í reglum sjóðsins segir m.a. að hlutverk hans sé að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Einnig að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að útflutningi á íslenskri hönnun. Heimilt verður að veita þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki svo og til annarra verkefna sem tilgreind verða í úthlutunarreglum. Styrkþegar geta verið einstaklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað sjóðnum fimm manna stjórn til þriggja ára, sem hér segir:
  • Ólafur Tr. Mathiesen formaður, skipaður án tilnefningar
  • Íva Rut Viðarsdóttir varaformaður, tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Ástþór Helgason tilnefndur af Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Halla Helgadóttir tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Helga Haraldsdóttir tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Varamenn eru:
  • Greipur Gíslason skipaður án tilnefningar
  • Guðný Hafsteinsdóttir tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Þráinn Hauksson tilnefndur af Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Haukur Már Hauksson tilnefndur af Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Þórður Reynisson tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
















Yfirlit



eldri fréttir