Alþjóðlegur dagur hugverkaréttar fer fram í Rímu í Hörpu miðvikudaginn 22. maí frá kl. 9-12. Titill ráðstefnunnar sem er skipulagður af Einkaleyfastofu er Creativity the next genaration – hugverk til framtíðar.
Fyrirlesarar eru Eyrún Eggertsdóttir hjá RóRó, Sindri Páll Sigurðsson hönnuður hjá Össur, Daddi Guðbergsson framkvæmdarstjóri E4, Jón Jónsson tónlistarmaður og Clara segir frá draum sem varð að veruleika. Fundarstjóri er Andri Snær Magnasin rithöfundur.
Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald en skráning skal berast á netfangið linda@els.is fyrir 22. maí.