Fréttir

1.5.2013

Hönnunarmiðstöð auglýsir eftir sumarstarfsmanni



Hönnunarmiðstöð auglýsir eftir aðstoðarmanni í 2 mánuði í sumar. Sækja þarf um stöðuna á vefsíðu Vinnumálastofnunnar en verkefnið heyrir undir sumarstörf fyrir námsmenn. Umsækjandi þarf að vera háskólanemi í hönnun eða arkitektúr og þarf að vera á milli anna. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí.

Starfslýsing
Starfið er fjölbreytilegt og felst í að vinna við og þróa ýmis verkefni miðstöðvarinnar. Skráningar, gerð póstlista, aðstoð við skýrslugerð, gerð spurningalista og mælinga, undirbúningur og rannsóknarvinna. Starfsmaður mun sjá um uppfærslu vefjarins, setja inn fréttir og viðhalda vefnum. Starfið veitir starfsmanninum góða innsýn í íslenskt hönnunarsamfélag.

Menntunar- og hæfniskröfur

Nemi á háskólastigi í hönnun eða arkitektúr.
Reynsla eða góð þekking á hönnun.
Góð þekking á íslensku og ritfærni.
Góð þekking á vefsíðum og áhugi á nýtingu samfélagsmiðla.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð auk færni í samskiptum.

Vinnuveitandi
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Stutt lýsing
Undirbúningur, þróun og frágangur ýmissa verkefna Hönnunarmiðstöðvar og umsjón með vefjum Hönnunarmiðstöðvar auk vinnu við samfélagsmiðla.

Starfshlutfall
Fullt starf í tvo mánuði

Sækja skal um á vefsíðu Vinnumálastofnunnar, hér.
















Yfirlit



eldri fréttir