Hin árlega Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð laugardaginn 18. maí í húsnæði skólans Kaupvangsstræti 16.
Sýningin verður opin til 20.maí ogv erður opin þessa þessa 3 daga frá kl. 13-17.
Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur í frjálsri myndlist og grafískri hönnun hafa verið að fást við á þessu skólaári. Auk þess verða á sýningunni verk eftir nemendur á barna- og unglinganámskeiðumá vorönn. Alls stunduðu fimmtíu og átta nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og sex brautskrást frá skólanum að þessu sinni.
www.myndak.is
www.facebook.com/myndak